Fótboltavöllur á opnu svæði við Hamraberg/Hólaberg/Suðurhóla

Fótboltavöllur á opnu svæði við Hamraberg/Hólaberg/Suðurhóla

Hvað viltu láta gera? Lagfæra fótboltavöll sem stendur við endan á Hamrabergi en þjónustar Hamraberg, Hólaberg og Suðurhóla. Grasið á vellinum er orðið lélegt og einnig eru djúp hjólför á vellinum sem þarf að laga. (sjá myndir) Einnig væri gott ef hægt væri að setja upp eitthvað sem kemur í veg fyrir að bílar keyri inn á völlinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Völlurinn er töluvert notaður en erfitt er að spila fótbolta á öllum vellinum þegar djúp hjólför eru á miðjum vellinum, auka þau líkur á slysi eða meiðslum hjá þeim sem leika sér á vellinum.

Points

Völlurinn er á fallegu opnu svæði. Leiksvæðið við hliðina hefur fengið góða upplyftingu og því sjálfsagt að klára að fegra og lagfæra svæðið með því að laga fótboltavöllinn

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information