Loka gatnamótum við Bústaðaveg og Reykjanesbraut

Loka gatnamótum við Bústaðaveg og Reykjanesbraut

Hvað viltu láta gera? Athuga kosti og galla við að gera lokun á vinstribeygju af Bústaðavegi og inn á Reykjanesbraut varanlega allan sólarhringinn. Einnig athuga kosti þess að loka vinstri beygju af Reykjanesbraut og inn á Bústaðaveg frá suðri til vesturs. Hafa aðrein frá Bústaðavegi og inn á Reykjanesbraut í suður án ljósa og halda frárein af Reykjanesbraut úr norðri og inn á Bústaðaveg óbreyttri. Hvers vegna viltu láta gera það? Athuga hvort aðgerðin flýti ekki fyrir umferð úr norðri í átt að Breiðholti á annatímum og dragi einnig úr umferð um Bústaðaveg. Umferð á leið í miðbæ/vesturbæ myndi þá fara um Miklubraut sem er stofnbraut en það er Bústaðavegur ekki. Athuga hvort umferð um Réttarholtsveg myndi aukast eða minnka, því aðeins þau sem ættu erindi í hverfið myndu keyra um hann. Þetta er einnig mun ódýrari lausn en að byggja umdeild mislæg gatnamót við Sprengisand sem þrýst hefur verið á og myndi valda minni deilum við íbúana í grennd.

Points

Góð hugmynd. Það er mikið um of hraðan akstur á Bústaðavegi og keyrt yfir á gulu/rauðu. Það eru mörg börn sem fara daglega yfir Bústaðarveginn á leið í íþróttir eða í skóla. Ennfremur sem meirihluti umferðar sem fer Bústaðarveg er umferð sem er að fara í gegn og eru aðilar sem eiga ekki heima í hverfinu. Ef það yrði dregið úr umferð aðila sem eiga ekki heima í hverfinu bæði í gegnum Bústaðarveg og Sogaveg þá myndi umferðahraði minnka þar sem aðilar sem eiga heima í hverfinu keyra hægar.

Það er ljóst að eitthvað verður að gera þarna. Þarna eru viðvarandi bæði miklar umferðartafir og alvarleg slys. Hef prufað hvoru tveggja.

Þettað er góð hugmynd sem kostar ekki mikið og gæti svarað mörgum spurningum .

Ef þetta yrði framkvæmt yrði eina aðgengi inn í hverfið gegnumakstur um Réttarholtsveg, Sogaveg og Grensásveg, á leiðinni frá Breiðholtinu, Kópavogi, eða öðrum stöðum sunnnan við hverfið, með öllum þeim hættum og óþægindum sem það skapaði fyrir gangandi folk og þá sérstaklega börn og ungmenni frá 6 ára aldri á leið til og frá skóla . Í stað þess væri nær að þrengja Bústaðaveginn og koma fyrir hraðahindrunum til að gera hann minna aðlaðandi til gegnumaksturs.

Aðgengi inn og út úr hverfinu yrði í gegnum Réttarholts-, Soga- og Grensásveg, gönguleiðum í skóla og því dregur úr umferðaöruggi barna. Ekki er tryggt að t.d. umferð frá Vogahverfi og Ártúnsbrekku, myndi ekki nýta sér hægri beygju, inn á Bústaðaveginn, svo breytingar yrði óverulegar. Strætósamgöngur og tenging við skiptistöð Mjódd myndu skerðast verulega. Strætisvagnaakstur lamast eða að honum verði beint um áðurnefndargötur, sem dregur enn meira úr umferðaröryggi barnanna í hverfinu.

Já þetta væri fint. Kanski setja upp sjálfvirkt kerfi sem aðeins mundi leyfa vinstibeygju þegar strætó keyrir að gatnamótin.

Góð hugmynd. Hér er bara verið að tala um að loka á vinstri beygjur. Það er ennþá hægt að fara upp Bústaðarveginn með því að taka hægri begju. Þannig þeir sem þurfa að fara Bústaðarveginn geta tekið slaufuna sem er nokkrum metrum lengra og tekið svo hægri beygju upp Bústaðarveginn.

Góð tillaga. Það á að hætta þverun yfir Reykjanesbrautina, umferð af Bústaðarvegi ætti að fara óhindruð í suður á nýrri aðreyn, þeir sem ætla svo að fara í norðurátt taka hringtorgið og brúna við Staldrið. Þeir sem ætla inn á Bústaðarveg að sunnan fara 700 metrum lengra norður og taka svo slaufuna við Elliðavog til að komast að Bústaðarvegi og ENGINN þarf að stoppa á rauðu ljósi - Í dag safnast bílar af þremur stofnæðum inn á Reykjanesbrautina fyrir framan núverandi ljós og allir stopp.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information