Banna vespur á göngustígum!

Banna vespur á göngustígum!

Hvað viltu láta gera? Herða þarf reglur og eftirlit með vespum á göngustígum og þá sérstaklega bensínvespum þar sem af þeim stafar mikill hávaði. Umferð þessara tækja á göngustígum í Breiðholti er löngu komin útfyrir öll velsæmismörk, mikið af unglingum þeysist um á þessum græjum, tvímenna jafnvel á hjól sem eru einungis gerð fyrir einn, og aka alltof hratt miðað við aðstæður og getu, margir langt fram eftir kvöldi. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að margir í mínu hverfi eru orðnir yfir sig þreyttir á þessu. Þetta vekur upp börnin þeirra og skapar mikla hljóðmengun öllum stundum sólarhringsins. Auk þess getur þetta verið slysahætta fyrir börn að leik, og fólki sem er þar á göngu.

Points

Mikil hávaðamengun af þessu, amk bensín vespum, slysahætta mikil þar sem að fólk er gangandi á þessum stígum líka, gamalmenni og fólk með barnavagna. Svo eru börn niður í 10-11 ára að keyra þetta með misjöfnum árangri og ég hef séð ýmis slys beint fyrir utan gluggann minn þar sem það er þrenging (hlið) á stígnum til að koma í veg fyrir bílaumferð þar. Svo sér maður oftar en ekki 2-3 á einni vespu, og það mesta sem ég hef séð eru 4 ungmenni búin að troða sér á eina vespu að bruna niður göngustíg.

Það ætti bara að gera betri leiðir fyrir vespur vegna við meigum ekki vera á götunni og ekki okkur að kenna að púströrin mínka hljóðið ekki nógu mikið

Það eru til einfaldari leiðir til að losna við þetta pakk https://youtu.be/g4FGK2mb8Wg

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information