Nýr malarstígur í Elliðaárdal fyrir ofan stíflu

Nýr malarstígur í Elliðaárdal fyrir ofan stíflu

Hvað viltu láta gera? Svæðið sem er oft nefndur hatturinn og er malar stígur sem liggur neðan við húsin sem snúa að Elliðaárdal. Rétt við stífluna er hálfgerður hringur, það er ekki bara stígur efst í brekkunni heldur einnig í skóginum fyrir ofan reiðstíg, neðst í brekkunni. Það mætti framlengja þennan neðri stíg alla leið að Fella- og Hólakirkju. Leiðina má skoða hérna: https://drive.google.com/open?id=1OjBu_1mIHrbPpPGRjUx5hcNLDXL6y8lP&usp=sharing Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi stígur er mikið notaður í útivist og mætti auka nýtingu á svæðinu með að opna fyrir gangandi um annars svæði sem ekki er nýtt.

Points

Laga efri stíginn frá Trönuhólum út að krikju. Sá stígur var ónothæfur allt síðasta sumar vegna polla og drullu auk þess sem lúpínan góða og annar gróður leggst nánast yfir stíginn í svona vatnsveðri eins og var síðastliðið sumar. Til að ganga þann síg þurfti regngalla eða vöðlur síðasta sumar :(

Ég á erfitt með að sjá hvaða ávinning, gagn eða gleði fengist af því að leggja stíg samliggjandi þeim stíg sem nú þegar er ofar í brekkunni (Hattinum). Sá sem er fyrir er hæfilega náttúrulegur og alls ekki of fjölfarinn. Lagning á nýjum stíg myndi óhjákvæmilega valda raski í framkvæmd og auk álag á svæðið er friðsamt.

Hugsuninn er að hægt sé að labba/hlaupa í skóginum í hring frekar en fram og tilbaka sama stíginn. það er stígur neðar í brekkunni ofan við stíflu og hann veitir oft mikið skjól frá veðri og vindum, var að hugsa að gott væri að gera framhald af honum. Rask þarf ekki að vera mikið ef stígurinn er lítill eins og þeir eru nú þegar á þessu svæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information