Leikvöll á Kleifarveg/Laugarásveg

Leikvöll á Kleifarveg/Laugarásveg

Hvað viltu láta gera? Innst á Kleifarvegi, á milli Laugarásvegar og Vesturbrúnar, er autt svæði, sem sennilega er fyrrum leikvöllur. Ég óska eftir að leiktækjum verði komið fyrir á þessu svæði; rólum og klifurgrind. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að þetta virkja þetta vannýtta svæði sem leiksvæði ungra íbúa í hverfinu.

Points

Einnig mætti skoða möguleikann á því að útbúa nytjagarð fyrir almenning á þessu svæði.

Frábær staðsetning fyrir róló. Svæði sem er lítið notað og hentar einstaklega vel fyrir þetta verkefni.

Frábært að nýta þetta svæði í leiksvæði fyrir börnin í hverfinu.

Vantar mjög leiksvæði a þessum sloðum!

Á síðustu árum hefur fjöldi barna í hverfinu vaxið til muna og því væri það kærkomin viðbót að fá aftur leikvöll á þetta svæði.

Það eru leikvellir dreift útum allt í hverfinu og væri bara sanngjarn að fullorðna fólk sem eiga ekki börn heldur gæludýr geta verið á útisvæði í friði án áreitis. Fyrir framan völlur er einmitt akstur leið fyrir 3-4 heimilum. Þetta er ekki líklega örugg stað fyrir leikvöllur þar sem börn eiga í spili.

Það er leikvöllur 5 mín í göngufæri þessum svæði.

Algjörlega frábær hugmynd. Börnum hefur fjölgað mjög í hverfinu á undanförnum árum og þetta er góður, notalegur og rólegur staður sem er alveg tilvalinn fyrir leikvöll. Nú til dags er svæðið mjög lítið notað. Ég ólst sjálf upp þarna í næsta húsi og það hefði verið æðislegt að hafa leikvöll þarna þegar ég var lítil, vonandi verður þessi hugmynd að veruleika.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information