Lækkkun hámarkshraða á Laugarásvegi

Lækkkun hámarkshraða á Laugarásvegi

Hvað viltu láta gera? Ég óska eftir því að hámarkshraði ökutækja verði lækkaður við Laugarásveg. Hvatinn er fyrst og fremst að stuðla að auknu öryggi gangandi vegfarenda sem eru að stórum hluta börn á leið í skóla eða í frístundir í Laugardal. Hraði ökutækja um Laugarásveg er að jafnaði of mikill og ekki er tekið nægt tillit til annarra vegfarenda. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna gangstéttir sem liggja alveg upp við götu án fullnægjandi aðgreiningar bíla og gangandi vegfarenda. Hvers vegna viltu láta gera það? Lægri hámarkshraði með tilheyrandi hraðahindrunum og fleiri gangbrautum myndu stuðla að hægari umferð og þannig auknu öryggi gangandi sem og hjólandi vegfarenda.

Points

Bý við Laugarásveg 26 og hef áhyggjur af börnunum mínum og hinum börnunum í götunni sem hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Einnig vantar að setja aftur hraðahindrunina við nr. 24. Hún var tekin í fyrra þegar það var malbikað og var lofað að setja hana upp aftur sem hefur ekki verið gert.

Hef miklar ahyggjur af börnunum minum miðað við hversu hratt bilar keyra i götunni!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information