Gangstétt við Kvisthaga og Tómasarhaga

Gangstétt við Kvisthaga og Tómasarhaga

Hvað viltu láta gera? Göturnar tvær Kvisthagi og Tómasarhagi hafa aldrei verið fullkláraðar. Það vantar enn gangstétt öðru megin við báðar göturnar. Ég vil að göturnar séu kláraðar og gangstéttir lagðar. Hvers vegna viltu láta gera það? Fyrir því liggja margar ástæður. Í fyrsta lagi er þetta mikið öryggisatriði fyrir börn og fullorðna. Í öðru lagi er þetta samgöngumál sem virkar hvetjandi á fólk til þess að sinna sínum erindum innan borgarhlutans gangandi en kannanir hafa sýnt að Vesturbæingar ganga meira en íbúar annarra borgarhluta. Í þriðja lagi mun gangstétt bæta mannlíf í götunum og gera það skemmtilegra. Í fjórða lagi mun þetta verða til þess að bifreiðaumferð mun verða hægari og jafnvel seitlandi. Í fimmta lagi er mikilvægt að fólk hafi gangstétt fyrir framan húsin sín og þurfi ekki út á götu þegar gengið er milli húsa. Og svo er þetta auðvitað mun fallegra og margt fl. Það sem lagt er til er að Reykjavíkurborg klári göturnar sem fyrst og áður en þær verða sjötugar.

Points

Ég hef búið á Tómasarhaga öll mín 26 ár, í raun frá því ég var fóstur. Ég hef leikið mér við þessa götu allt mitt líf. Þessi íbúðagata er svo ófjölfarin (einungis af íbúum þessarar götu) að það bara þarf ekki gangstétt hinu megin, það myndi breyta litlu sem engu fyrir gangandi nema spara sumum 10 skref. Þetta er alltof kostnaðarsöm tillaga fyrir ekki neitt. Hinsvegar er ég fylgjandi því að laga hraðahindrunina, hún er alveg komin til ára sinna.

Sammála. Samhliða þessu mætti svo merkja sérstaklega bílastæði við gangstéttir þar sem að það er mjög illa lagt við götuna.

Takk fyrir að setja þessa hugmynd hér inn. Það er gífurlegt öryggisatriði að láta ganga frá gangstéttum á Tómasarhaganum. Það er mikið af börnum sem hlaupa um göturnar og þar sem Tómasarhaginn er nokkuð breið gata gatan bruna bílarnir niður götuna á alltof miklum hraða. Gatan er líka í beygju þannig oft sjá krakkarnir ekki bílana fyrr en á síðustu stundu. Fyrir gangandi vegfarendur er því stórt atriði að fá gangstétt báðum megin.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu í vinnu við hverfisskipulag á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information