Vekja athygli á menjum um veiðihús frá 1890 í Elliðaárdal

Vekja athygli á menjum um veiðihús frá 1890 í Elliðaárdal

Hvað viltu láta gera? Gera skilti og fjarlægja tré umhverfis grunnanna af veiðhúsunum sem eru í brekkunni f ofan Vatnsveitubrúnna. Á skiltinu væru upplýsingar um Englending að nafni Payne sem átti Elliðaárnar frá 1890 - 1906. Þetta voru 2 hús sem þjónuðu efra veiðisvæðinu. Báðir grunnarnir sjást. Efri grunnurinn er úr grjóti og var íveruhús neðri grunnurinn var úr torfi og var fyrir veiðimennina. 2 önnur hús voru við Elliðaárósana og voru fyrir neðra svæðið. Það sést ekkert af þeim Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta eru menningarminjar sem fáir vita um og eru falin. Það eru ekki allir sem vita að Elliðaárnar voru í eigu útlendings í nærri 20 ár! Illu heilli eru hin veiðihúsin horfin en hægt er að vekja athygli á þessum grunnum sem eftir eru. Fjallað er ítarlega um Payne í bókinni "Elliðaárdalur¨ eftir Árna Hjartason og Helga M Sigurðsson

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information