Grafarvoginn líkt og Kjarnaskóg

Grafarvoginn líkt og Kjarnaskóg

Hvað viltu láta gera? Gera botn Grafarvogsins að náttúrperlu líkt og Kjarnaskógur er á Akureyri. Borgin geri göngustíga sem hlykkist um svæðið. Einstaklingar, fjölskyldur og hópar fái úthlutað svæðum sem viðkomandi sjá síðan um að gróðursetja í. Borgin skaffi plöntur en fólkið sjái um að gróðursetja og hlúa að gróðrinum sínum. Hvers vegna viltu láta gera það? Skapa náttúrperlu innan borgarmarkanna og gefa fólki kost á að taka þátt í að útbúa þessa náttúruperlu.

Points

Það vantar tvímælalaust meira af grænum svæðum innan Grafarvogs og hljómar þetta mjög vel og einnig skemmtilegt fyrir íbúa að taka þátt sem er enn meiri hvati til útiveru. Þetta er einnig nauðsynleg viðbót þar sem Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur verður ekki nægt mótvægi eins og kemur fram hér að neðan.

Ég sé nokkrar hugmyndir innan þessa hverfis sem snúa að sjálfbærni og náttúruvernd. Grafarvogurinn hefur hingað til verið meira hannaður fyrir hús og götur og lítil tenging við náttúru og útivist. Nú er tími til kominn að bæta úr því og mér sýnist margir íbúar vera að hugsa það sama. Það vantar líka að hugsa fyrir stærri grænum svæðum innan borgarinnar. Öskjuhlíðin og Elliðaárdalurinn verður ekki nóg þegar endalaust er verið að byggja og byggja. Það þarf meira mótvægi við blokkarbygginar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information