Þrautabraut og líkamsræktartæki

Þrautabraut og líkamsræktartæki

Hvað viltu láta gera? Nýta svæði og stækka útivistarsvæðið í Gufunesi, sunnan við hvítu gámana og vestan við Strandveg. Planta trjám til að skýla svæðinu frá götunni, nýta síðan tré sem falla til við grisjun á höfuðborgarsvæðinu sem efnivið til þess að búa til úr þrautabraut (tarsanbraut) fyrir börn annars vegar og líkamsræktartæki fyrir fullorðna hins vegar (sjá myndir). Þrautabrautin þarf að vera úr náttúrulegum efnivið til þess að hún falli sem best að svæðinu og gróðrinum sem er þarna að byggjast upp, svo og hugmyndafræðinni um útinám sem frístundamiðstöðin hefur verið að byggja upp. Þrautabrautin ætti að höfða til eldri barna ekki síður en yngri og jafnvel mætti útfæra parkour svæði í tengingu við þrautabrautina. Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar svona náttúruþrautabraut á höfuðborgarsvæðinu og það vantar líka fleiri svona útilíkamsræktartæki. Börnin þurfa að hreyfa sig og það á að vera skemmtilegt að vera úti. Þetta hvetur til skólahreysti og svo má alveg endilega gera eitthvað fyrir þennan reit sem er vannýttur og stækka útivistarmöguleikana í Gufunesi.

Points

Hér eru hugmyndir að þrautabrautum ef borgarstarfsmenn vita ekki hvert þeir eiga að leita að slíkum. En hér er auðvitað verið að selja efnivið og ég vil alls ekki að við förum að flytja inn efnivið í þetta, nóg er af honum allt í kringum okkur. https://lekplats.se/kategorier/hinderbanor

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina ,,Útiæfingasvæði við Gufunes'' sem er í kosningu. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information