Ósón í stað klórs til að hreinsa sundlaugar

Ósón í stað klórs til að hreinsa sundlaugar

Hvað viltu láta gera? Hægt er að nota óson til að hreinsa sundlaugar á skilvirkari máta og þar með stór minnka eða algerlega koma í veg fyrir að þurfi að klórblanda vatnið. Ósónhreinsun er öflugri en klórhreinsun og stuðlar að minni kostnaði til langs tíma. Leiðinlegir kvillar (svo sem klórastmi, erting í augum og fleira slíkt) sem tengja má klórböðum eru þar með úr sögunni. Sjá til dæmis hér: https://www.damagecontrol-911.com/ozone-generators-for-pools/ Hvers vegna viltu láta gera það? Við íslendingar erum með frábærar sundlaugar. Það væri gaman að geta farið í þær án þess að vera að baða sig upp úr eiturefni sem ertir og lyktar ekki vel. Ekki skemmir heldur fyrir að geta sparað nokkra aura í leiðinni ásamt því að vera með hreinni sundlaugar.

Points

Eftir því sem ég get best séð í greinum um málefnið þá hefur það verið gert og þetta metið hættulaust. Enda eru þessar vélar hannaðar af fyrirtækjum eftir ströngum gæðakröfum.

Frábær hugmynd.

Frábær hugmynd! Takk fyrir þessa tillögur ;)

Góð hugmynd ef rétt reynist en þó má benda á að ósón er líka ertandi efni í andrúmsloftinu og því þyrfti að bera lausnirnar gaumgæfilega saman. Sjá t.d. hér https://en.wikipedia.org/wiki/Ozone#Health_effects

Þar sem blanda af pissi og klóri veldur trichloramine sem getur haft aukandi líkur á astma.

Ábending til ÍTR Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til ÍTR. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information