Nýta rólóvelli til dagvistunar fyrir börn

Nýta rólóvelli til dagvistunar fyrir börn

Hvað viltu láta gera? Við Vesturbæingar erum svo heppin að eiga nokkra frábæra rólóvelli sem mætti gjarnan glæða lífi að nýju. Þá mætti nýta rólóvelli sem eru vel til þess fallnir, til dagvistunar yfir sumartímann, fyrir börn gegn hóflegri greiðslu. Hafnarfjarðbær hefur til að mynda boðið upp á slíka þjónustu. Þá geta foreldrar komið með börn sín og þau fengið að leika í nokkrar klst (2/3 klst í senn) úti undir eftirliti, með öðrum börnum. Þetta er frábær leið til þess að létta undir með foreldrum meðan sumarlokanir leikskóla eru. Dæmi um góðan leikvöll fyrir þetta væri til dæmis rólóvöllurinn við Hringbraut, vel afgirtur og með góðum leiktækjum Hvers vegna viltu láta gera það? Þokkalega ódýrt úrræði til að létta undir með fjölskyldum og lofa börnum að leika úti. Þá gætu börn sem bíða eftir leikskólaplássi án efa, haft ánægju af því að hitti jafnaldra sína í skemmtilegu umhverfi, á róló.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information