Minni mengun frá hljóði og útblæstri

Minni mengun frá hljóði og útblæstri

Hvað viltu láta gera? Ég er búin að búa neðarlega í Seljahverfi í næstum tvö ár og er frá Suðausturlandinu, þar sem er bæði lítil bílaumferð og lítil mengun, eðlilega miðað við höfðatölu. Ég hef velt því fyrir mér daglega síðan ég flutti í þetta hverfi og horfi út um gluggana heima hjá mér af hverju það er ekki meiri gróður meðfram Reykjanesbrautinni á milli Reykjavíkur og Kópavogs. Hvers vegna viltu láta gera það? Bæði myndi það dempa niður hljóðmengunina sem er meira og minna alltaf til staðar, fyrir utan það hvað útsýnið myndi batna mikið við það. Það eru nú þegar á stuttum kafla við götuna há grenitré hinumegin við Skógarbæ og ég myndi gjarnan vilja sjá slík tré alveg meðfram þessari miklu umferðargötu. Ég er með mengunarmæli í bílnum mínum og hann segir mér daglega að mengunin í loftinu við húsið mitt sé mikil. Mín hugmynd er semsagt gróðursetning grenitrjáa meðfram allri Reykjanesbrautinni á milli Kópavogs og Reykjavíkur.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information