Töfrateppi í Laugardal

Töfrateppi í Laugardal

Hvað viltu láta gera? Setja 20-30 m "töfrateppi" eða skíðafæriband á góðan stað í Laugardalnum. Brekkan fyrir neðan Áskirkju/Laugarásveg er þægilega aflíðandi fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni. Það vantar líka töfrateppi inn í Reykjavík fyrir yngstu kynslóðina. Það er nóg pláss á alla kanta í Laugardalnum. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er langt að keyra alla leið upp í Bláfjöll þegar kemur að því að þjálfa byrjendur en lítil börn eiga erfitt með að ganga upp brekkur og þurfa stuðning. Það er vetur á Íslandi 10 mánuði á ári og það er gott að hlúa að heilbrigðri iðkun vetraríþrótta.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information