Árskógar 1-3 og nágrenni

Árskógar 1-3 og nágrenni

Hvað viltu láta gera? Legg til að samið verði við Félag eldri borgara um byggingu tveggja húsa á lóðinni fyrir vestan Árskóga 1-3, sem trúlega verða þá nr. 5-7 Hagstætt væri að nota sömu teikningar og verktaka sem eru að nálgast verklok við nr. 1-3. Mikið hagræði væri í þessu, en FEB mun á næstu mánuðum skila 68 íbúðum fyrir aldraða að því er virðist á hagstæðu verði. Í augum leikmanns, þá virðist vera létt svona verkfræðilega að stækka núverandi matsal í átt að húsunum nr. 1-3, og auka þar með notkunar möguleika á núverandi húsnæði þegar 68 íbúðir bætast þarna við , en fyrir eru í Árskógum 2-8 104 íbúðir + 68 sem eru í nr. 1-3 eða samtals 172 íbúðir með , og ef byggt yrði á lóðum nr. 5-7 t.d. 68 íbúðir þá væri íbúðatalan orðin 240 íbúðir með að jafnaði 1.5 íbúa (tilbúin tala af minni hálfu) sem gerir 360 manna samfélag. Hvers vegna viltu láta gera það? Kostir: • 68 íbúðir á RVK svæðinu losna fyrir stærri fjölskyldur, og skólar t.d. í Breiðholtinu fá endurnýjun með nýjum barnafjölskyldum, en t.d. Seljahverfið er nú um þessar mundir farið að endurnýjast • Borgin rekur nú þegar fjölbreytta þjónustu að Árskógum 2-6 með matsal , og fjölbreyttri tómstunda starfi fyrir eldri borgara. • Allar gönguleiðir í nágrenninu eru á jafnsléttu. • Stutt er í alla þjónustu, Heilsugæsla, Stórverslun, miðstöð SVR, og fleiri þjónustur. • Nábýli við ÍR svæðið og nýtt íþróttahús auka möguleika á að íbúar við Árskóga og nágrenni nýti sér „dauða“ tímann í þessu húsi þegar önnur íþróttastarfsemi er ekki hafinn.

Points

Húsfélagsmál Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komi til Árskóga og Félags eldri borgara. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information