Skrúðgarð í brekku við bryggjuhverfið

Skrúðgarð í brekku við bryggjuhverfið

Hvað viltu láta gera? Gróðursetja mikið af trjám og fallegum gróðri í brekkuna við bryggjuhverfið. Skipuleggja og leggja göngustíga og setja bekki. Hvers vegna viltu láta gera það? Gróður myndi virkilega fegra brekkuna. Með því að setja niður bekki og stíga í brekkuna gæti það bætt aðgengi að hverfinu og stað til þess að njóta útsýnisins yfir voginn.

Points

Þetta myndi fegra hverfið mikið, draga úr umferðarhávaða. Ekki síst myndi þetta stytta gönguleið upp á Höfðann (og niður af honum auðvitað líka).

Að auki myndi trjágróður virka sem hljóðmön og skjól, sérstaklega í austan/suðaustanátt sem er ríkjandi í hverfinu.

Bryggjuhverfið tilheyrir Árbæ og réttara að þessi hugmynd fari þangað inn

Þetta myndi fegra mikið sem væri ánægjulegt þegar keyrt er framhjá og svo væri gaman að geta labbað þarna innan um gróður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information