Fjölskyldugarður við göngustíg milli Safamýris og Háaleitisb

Fjölskyldugarður við göngustíg milli Safamýris og Háaleitisb

Hvað viltu láta gera? Garð þar sem öll fjölskyldan getur leikið saman. Nú þegar er búið að setja upp líkamsræktartæki. Setja skyldi leiktæki fyrir fjölbreyttan aldur, göngustíg hringinn í kring fyrir eldriborgara að fara í göngutúr í notalegu umhverfi, götu í barnastærð fyrir litla hjólagarpa að æfa sig að hjóla og æfa umferðarlög í leiðinni með stoppmerkjum og gangbrautum yfir. Mögulega girðingu í kring fyrir aukið öryggi. Hvers vegna viltu láta gera það? Nýverið voru sett upp líkamsræktartæki í garðinum en það er stór grasbali alveg tómur sem er ekkert nýttur. Öll fjölskyldan gæti notið þess að leika saman, líkamsræktartækin yrðu betur nýtt af foreldrum sem hefðu afþreyingu fyrir börnin sín á meðan.

Points

Snilldarhugmynd!

Glæsilegt, hef talað um þetta í mörg ár. Má svo nýta þetta svæði betur. Frábært tillaga

Frábær hugmynd. Væri líka gott að reyna að drena svæðið þar sem það er mikil bleyta þar

Frábært hugmynd, ég er mikið úti með börnin mín og við förum stundum í þennan reit en það er ekki svo mikið um að vera þarna núna en hann gæti hæglega iðað af lífi!

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina ,,Grill og leiktæki í garðinum fyrir aftan Miðbæ'' sem er í kosningu https://betrireykjavik.is/post/20283 Kosning fer fram á www,hverfidmitt.is 31. október - 14. nóvember! Ekki gleyma að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information