Ný strætóstoppistöð við Valsheimilið/Bústaðaveg

Ný strætóstoppistöð við Valsheimilið/Bústaðaveg

Hvað viltu láta gera? Setja nýja strætóstoppistöð á Bústaðaveginn fyrir aftan Valsheimilið að Hlíðarenda. Hvers vegna viltu láta gera það? Fjöldi barna og ungmenna víðsvegar að úr borginni æfir með Val og eru strætósamgöngur að svæðinu ekki góðar. Þær hafa sannarlega ekki batnað eftir að framkvæmdir hófust við Landspítala. Strætó sem ekur inn í hverfið stoppar við Hótel Natura en síðdegis er þessi leið mikill flöskuháls og umferðin mjög hæg. Vegna framkvæmda á Valsreitnum og mikillar umferðar vinnuvéla á svæðinu keyra margir foreldrar börnum sínum á æfingar yfir vetrartímann þegar er dimmt enda gangbrautamál og götulýsing í lamasessi á þessu svæði, t.d. er gangbraut aðeins öðru megin við Nauthólsveginn, þeim megin sem framkvæmdirnar eru og umferð vörubíla mikil. Öryggi og aðgengi gangandi og hjólandi er því mjög ábótavant. Stoppistöð við Hlíðarenda myndi einnig gagnast fólki sem á leið í Perluna, Mjölni, leik- og grunnskóla við Nauthólsveg sem og önnur fyrirtæki á svæðinu svo og þeim sem vilja njóta útivistar í Öskjuhlíðinni. Með stoppistöð fyrir aftan Hlíðarenda væri aðgengi ungra iðkennda mun betra og öruggara, foreldraskult myndi minnka og umferð léttast á svæðinu. Stoppistöð við Hlíðarenda væri í takt við áherslur um að efla loftgæði, minnka umferð, auka almenningssamgöngur og tryggja öryggi í umferðinni.

Points

Löngu tímabært

Innilega sammála þessu! Á sama tíma og verið er að hvetja til þess að borgarbúar noti almenningssamgöngur oftar skýtur það skökku við að ekki sé til staðar strætóstopp við íþróttasvæði Vals, þangað sem ótal iðkendur á öllum aldri sækja þjónustu á hverjum einasta degi vikunnar (og eins og kemur fram neyðast foreldrar yngri iðkenda oft til að skutla og sækja). Með því að hafa stoppistöðina nálægt undirgöngunum sem til staðar eru verður þetta öruggur kostur!

Frábær hugmynd

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information