Sópa göturennur og göngustíga

Sópa göturennur og göngustíga

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta sópa göturennur og göngustíga - reglulega, allt árið. Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að minnka svifryk og gera fólki með öndunarfærasjúkdóma mögulegt að vera úti á góðviðrisdögum. Auka möguleika þeirra og annarra á að nýta sér hjól sem samgöngutæki. Eins og staðan er í dag þá er svifryksmengun svo mikil að það er ekki hægt að fara út að hjóla án þess að eiga það á hættu að fá ryk í óhóflegu mæli ofan í lungun. Borgin er líka orðin ótrúlega subbuleg.

Points

Auka plús við þetta er fyrir fólk sem notar hjólabretti og línuskauta. Það er oftast ekki fært nema kannski einn mánuð á ári því það liggur sandur og möl yfir öllu eftir veturinn.

Kostnaður. Óvíst að tækjabúnaður sér til staðar.

Útivera fyrir alla. Líka þá sem eru með öndunarfærasjúkdóma. Heilnæmara að hjóla eða ganga í hreinu lofti. Loftgæði. Þegar allt er hreint gengur almenningur alla jafna betur um.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information