Hraðahindrun yfir Bogahlíð á horni Bogahlíðar og Hamrahlíðar

Hraðahindrun yfir Bogahlíð á horni Bogahlíðar og Hamrahlíðar

Hvað viltu láta gera? Á sama hátt og er gert á horni Hamrahlíðar og Stigahlíðar þar sem hraðahindranir koma í L á horninu og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að fara hratt í beygjuna, vil ég láta bæta við hraðahindrun yfir Bogahlíð við horn Bogahlíðar og Hamrahlíðar. Það er núna hraðahindrun yfir Hamrahlíðina þarna við hornið og því þarf einungis að bæta við Bogahlíðarhlutanum. Hvers vegna viltu láta gera það? Fyrir börn sem búa austan Bogahlíðar og norðan Hamrahlíðar þá er hættulegasta hornið á leið í skólann hornið á Bogahlíð og Hamrahlíð. Það kemur oft fyrir að bílar koma eftir Hamrahlíðinni og beygja of hratt inn í Bogahlíðina. Þá sjá þeir mjög illa börn sem eru að ganga yfir Bogahlíðina þarna á horninu á leið í eða úr skóla.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information