Hreinsun á göngustígum og götum

Hreinsun á göngustígum og götum

Hvað viltu láta gera? Að það væri oftar og reglulegra þrifið göturnar í hverfunum til að minnka við svifsmengun. Það er oft þanngi að mikið er sandað yfir veturinn en það þarf að hreinsa það líka jafn þegar koma þurrir dagar. Hvers vegna viltu láta gera það? Borgin verður fallegri, hverfið okkar verður fallegra og mun snyrtilegra.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hverfið er sóðalegra en oft áður og aðallega illgresi í eyjum og meðfram sígum og götum sem þarf að hriða betur og mun oftar á sumrin. Þ.e. einhvern tíman á sumrin því slík hreinsun hefur ekki verið í gangi sl. sumur af neinu viti. Götur sem gætu verið prýði fyrir hverfið eru kaffærðar í njóla og hvönn og sá gróður sem fyrir var að hverfa í ollgresi og rusl. Sama gildir með sópun og laust rusl illa sinnt.

Óþarflega mikið sandað. Frekar að fækka þeim skiptum og halda heldur götum og gangstígum hreinni. Langt síðan ég sá síðast skilti um að í vændum væri hreinsun og fólk beðið að leggja annarstaðar á tilteknum tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information