Tjarnarsvæði í hverfislækinn

Tjarnarsvæði í hverfislækinn

Hvað viltu láta gera? Útbúa tjarnarumhverfi með bekk, grjóti og gróðri sem er dregur að sér fugla og annað líf. Tilvalið svæði er við árósa hverfislækjarins milli hverfis og leikskóla (eða við rólóvöll í miðju hverfi). Útikennslutorgið er í niðurníslu, árfarvegurinn er dapurlegur og frágangur á uppbyggða göngustígnum meðfram sjónum mætti vera betri. Hugmynd að svæði: brú yfir lækinn (grjóthlaðin eða úr tré), breikka árfarveg vestan við stíg svo úr verði tjörn og móta bakka með grjóti og gróðri, jafnvel eyja í miðju. Stærri dæmi um tjarnir: lystigarðurinn Stekkjarflöt í Álafosskvos Mosfellsbæjar, andapollur við Hólmasel Breiðholti, Víðistaðatún í Hafnarfirði. Eða ef skoða á tjörn við rólóvöll þá er Hellisgerði í Hafnarfirði með gott dæmi um steypta tilbúna tjörn. Hvers vegna viltu láta gera það? Þarna er gott tækifæri til að skapa fallegan tengipunkt milli sjávar og lands, milli hverfis og skóla- og íþróttasvæðis. Þetta væri áningarstaður íbúa og aðkomufólk sem er að njóta útiveru í hverfinu og auðvitað börn að leik. Tjörn þarf ekki að skapa hættu fyrir unga fólkið, það eru tjarnir og andapollar um allt land sem skapa ævintýralega upplifun fyrir unga sem aldna.

Points

Ef þetta tekst vel verður þetta klárlega eitthvað sem gerir hverfið meira aðlaðandi og skemmtilegra.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information