Aðgengi fyrir hjól/kerrur um undirgöng á Miklubr/Lönguhlíð

Aðgengi fyrir hjól/kerrur um undirgöng á Miklubr/Lönguhlíð

Hvað viltu láta gera? Að hjólandi og fólk með kerrur og barnavagna geti nýtt sér undirgöngin við Miklubraut/Lönguhlíð með því að setja brautir eða rampa í stigann. Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda. Svo ekki þurfi að bíða á ljósum við Miklubrautina þegar farið er á Klambratún

Points

Þetta væri til bóta. Nauðsynlegt að fjarlægjast þessa miklu umferð og hávaði þegar beðið er eftir grænakallinum

Væri þá meir notað.

Er í öðru ferli Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Í sumar stendur til að settar verði hjólarennur við undirgöngin. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information