Álfheimatorg

Álfheimatorg

Hvað viltu láta gera? Koma skipulag á svæðið, malbika og gróðursetja plöntur, skapa eina heild úr þessum ruslahaug sem svæðið er í dag Hvers vegna viltu láta gera það? Sjálft torgið er allt í lagi en vinstri megin er aðkeyrsla að raðhúsum sem hefur aldrei verið gengið frá. Þar á milli er innkeyrsla að baksíðu hússins. Allt þar er líka ófrágengið og í rusli og niðurníðslu. Þetta er meira að segja inngangur að almenningssvæðinu fyrir aftan.

Points

Klárlega nauðsynlegt að breyta skipulagi torgsins. Kannski væri betra að færa bílastæðið upp þangað sem nú er torg (hornið á Langholtsvegi og Álfheimum). Og hafa bara torg með gróðri og bekkjum þar sem nú eru bílastæði. Miklu meira aðlaðandi fyrir gesti og gangandi, minni mengun og trúlega mun smekklegra.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Ef það er tilfellið skora ég á skipulagsyfirvöld að gera annað í málinu. Húsasundið að baki byggingunni er sóðalegt umhverfi. Gangvegur barna í Langholtsskóla frá Sólheimum er eitt forarfen með útsýni yfir sóðablettinn. Þetta er vissulega til háborinnar skammar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information