Þrengingar við gangbrautir

Þrengingar við gangbrautir

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta afnema þrengingar við gangbrautir sem eru víða í hverfinu. Það eru þegar aðrar hraðahindranir sem draga úr ökuhraða. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að á álagstímum myndast miklar stíflur í umferðinni og það er ekki eðlilegt flæði á henni í þessu stóra hverfi. Á þessum ákveðna stað sem myndir sýnir væri hægt að færa strætóskýlið inn í hringtorgið við skólann, til að létta á frekari umferðastíflum

Points

Fjarlægja þrengingar

Mjög mikilvægt verkefni! Fjarlægja flöskustútinn og hafa gott flæði umferðar í báðar áttir. Hægt væri að setja undirgöng, göngubrú eða gönguljós svo nemendur komist öruggir leiðar sinnar í Fellaskóla.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar, aðgerðir sem myndu auka hraða akandi eru ekki taldar æskilegar. Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information