HJÓLABRETTAVÖLLUR -OG PARKOUR

HJÓLABRETTAVÖLLUR -OG PARKOUR

Hvað viltu láta gera? SETJA HJÓLABRETTAVÖLL OG PARKOURTÆKI FYRIR ALLAN ALDUR (MEÐ GRYFJU). Lóð MEISTARAVELLIR 1-3 sem er á horni Kaplaskjósvegar og Hringbraut. Í miðju hverfinu með gott aðgengi á stað sem það truflar engann. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikil þörf fyrir hjólbrettavöll í Vesturbænum. Það er mikill fjöldi ungmenna sem stundar hjólabretti. Hefur sá fjöldi farið vaxandi og litlar líkur að sú þróun breytist hér frekar en í örðum löndum. Ekki er raunsætt að reyna að bæla vinsældir þeirra niður. Börn og unglingar stunda brettaíþróttina á torgum og út á götum þar sem þau geta. Má nefna Nýlendugötu sem dæmi um götu þar sem yngstu krakkarnir eru iðulega í mikilli hættu út á götu. Hjólabrettakrakkar hafa stundum fengið á sig slæmt orð því margir utangarðsunglingar hafa hrifist af íþróttinni því eins og t.d. rapp, break dans, snjóbretti og parkúr getur hún tengst götu-menningu/stíl/attitude. Hefur fólk því ranglega tengt veggjakrot og læti íþróttinni í stað þess að tengja það utangarðsunglingunum. Ekki er rétt að allur þessi fjöldi krakka gjaldi fyrir þessa fáu. Engu að síður skiptir miklu máli að þeir staðir sem notaðir eru undir hjólabretti séu vel sýnilegir, með auðvelt almenningseftirlit og staðsettir svo foreldrar geta líka passað upp á krakkana. Öryggisatriðin skipta líka miklu máli og þá að völlurinn sé ekki hættulegur og að öryggisbúnaðar sé krafist við notkun vallarins. Það hjálpar líka mikið til að þessir staðir séu með gæða hönnun til þess að skapa almenna virðingu. Við rannsókn á mögulegri staðsetningu innan Hringbrautar þá fannst okkur þrjú svæði við Ánanaust vera mjög álitleg ásamt lóðinni Meistaravellir 1-3. Það er vegna þess að þaðan er stutt inn í íbúðabyggð án þess að völlurinn sé of nálægt íbúðum. Þar er alls konar þjónusta sem nýtist vel eins hjólabúðir og matvörubúðir. Á öllum stöðunum næst að gera jafn stóran völl og er inn í Laugardal. Bæta þarf samgöngur fyrir gangandi og hjólandi yfir Ánanaustin. Fólk og krakkar þurfa líka að geta komist þarna yfir til að fara í verslanir og flöskumóttöku. Það er krafa um gönguljós sem lengi er búinn að vera uppi og hlýtur hún að fara að komast í framkvæmd. Við leggjum til að völlurinn verði aðeins niðurgrafinn til þess að falla betur inn í umhverfið og til þess að fá meira skjól. Leggjum við til að hann verði varinn með börðum, gróðri og/eða skýli. Langbestir eru vellirnir sem eru úr sléttri steypu því það heyrist ekkert í þeim. Ekki er víst að steyptir pallar þar sem notað er íslenskt hugvit og efni séu dýrari en innfluttir pallar en öruggt að það er umhverfisvænna og mun snyrtilegra ef vel er unnið.

Points

Sameinuð hugmynd Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er áþekk öðrum hugmyndum sem kosið verður um og heita Parkour /víðavangshlaup svæði og hjóla bretta garður í vesturbæinn. Hugmyndinni þinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information