Grænt svæði á Grandanum

Grænt svæði á Grandanum

Hvað viltu láta gera? Ég mæli með að reitur 3 við Vesturbugt tilbúin til uppbyggingar verði að grænum reit sem börn & fullorðnir geta notið og leikið sér. Mörg hús og fyrirtæki hafa sprottið hér upp á þessu svæði og því væri það tilvalið að bæta við einum grænum reit. Hægt væri að vera með lítil gróðurhús og beð sem borgarbúar gætu nýtt til ræktunar. Hvers vegna viltu láta gera það? Framtíðin er græn! Ég tel að margir myndi njóta góðs og hafa gaman ad þessari hugmynd.

Points

Góoð hugmynd. Mætti sannarlega bæta við grænu svæði á reit 3. Þarna er fjölbreytt byggð og mikil uppbygging sem kallar á opið svæi fyrir borgarbúa.

Ég vil taka þetta enn lengra. þetta er frábærlega fallegt svæði og upplagt til útivistar. ég vil að þarna verði reistur landnámsbær, þ.e þarna verði komið fyrir endurbyggðum gömlu húsunum sem grafin hafa verið upp í miðbænum undanfarin ár (og reyndar búið sumsstaðar að grafa yfir aftur).þetta gæti tengst sjóminjasafninu og orðið aðdráttarafl fyrir islenska og erlenda ferðamenn og hjálpað veitingarhúsunm sem nú þegar er fjöldin allur af á svæðinu. Undir þessu mætti hafa neðanjarðar bílastæði.

Frábær staður fyrir grænt svæði. Upplagt að sækja sér gott að borða á einum af þeim frábæru veitingastöðum sem hafa opnað á Grandanum síðustu ár og njóta á grænum reit.

Undanfarið hafa nýbyggingar verið reistar í tuganna tali. Mér finnst vanta falleg tún og fallega garða í Reykjavík - það skapar einstaka stemmingu á fallegum vor- og sumardögum í borginni okkar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information