Hálfköld gróðurhús á Miklatúni til uppeldis plantna

Hálfköld gróðurhús á Miklatúni til uppeldis plantna

Hvað viltu láta gera? Reisa almenningsgróðurhús, þar sem þeir sem ekki hafa aðstöðu geta komið og forræktað plöntur snemma á vorin og jafnvel síðar gróðursett grænmeti sem þarf lengri vaxtartíma en útiræktun býður. Hvers vegna viltu láta gera það? Ekki hafa allir aðstöðu til forræktunar og væri gaman að geta gert það í félagi við aðra, jafnvel skiptast á plöntum og deila reynslu. Einnig mætti nýta þessi hús til að auka áhuga barna og ungs fólks á því að nýta hluta garða í borginni til ræktunar. Slíkt dregur úr innflutningi grænmetis og minnkar kolefnisspor okkar.

Points

Það er allt hægt ef viljinn og getan eru fyrir hendi. Ef til vill væri best að kanna grundvöllinn hjá Reykjavíkurborg og hvað það kostar að flytja svona gróðurhús inn til landsins.

Mér finnst nú bara allt mæla með þessari fínu hugmynd.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gera fólki kleift að rækta sinn mat, komast í snertingu við moldina og skilja hvernig plöntur þrífast. Hvetja um leið til moltugerðar. Í leiðinni verða sjálfbærari um mat og nýta betur jarðgæði.

Er að velta fyrir mér hvort nágrannar geti stofnað með sér samvinnufélag (cooperative) um svona hús og e.t.v. fengið pláss í almenningsrýminu fyrir það. - Hvar kaupir maður svona hús?

Mér þykir það miður að hugmyndin hafi ekki þótt tæk í kosningu í Hverfið mitt 2019. Það væri gott að fá nánari rök, t.d. byggða á áætlun um kostnað, sem vísað er til í svari Guðbjargar Láru Másdóttur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information