Hálfköld gróðurhús á Miklatúni til uppeldis plantna

Hálfköld gróðurhús á Miklatúni til uppeldis plantna

Hvað viltu láta gera? Reisa almenningsgróðurhús, þar sem þeir sem ekki hafa aðstöðu geta komið og forræktað plöntur snemma á vorin og jafnvel síðar gróðursett grænmeti sem þarf lengri vaxtartíma en útiræktun býður. Hvers vegna viltu láta gera það? Ekki hafa allir aðstöðu til forræktunar og væri gaman að geta gert það í félagi við aðra, jafnvel skiptast á plöntum og deila reynslu. Einnig mætti nýta þessi hús til að auka áhuga barna og ungs fólks á því að nýta hluta garða í borginni til ræktunar. Slíkt dregur úr innflutningi grænmetis og minnkar kolefnisspor okkar.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information