Endurlífka búðir og veitingastaði við Lönguhlið/Miklubraut

Endurlífka búðir og veitingastaði við Lönguhlið/Miklubraut

Hvað viltu láta gera? Stuðla að því að tóm verslunarrými verði notuð að nýju. Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar að fá aftur bakarí og kaffihús/bar væri líka vel þegið í hverfið. Fyrir utan að bæta og fegra þessi fjölförnu gatnamót mundi þetta gera gatnarmótin vinarlegri og fjölbreyttari, þar sem fólk getur hist eða stoppað við í önn dagsins.

Points

The neighbourhood needs a corner shop or bakery or cafe/bar to improve the vitality and appearance of this busy junction. The ground floor unit has been empty and boarded up for years. The City could buy it and rent it out to a suitable commercial tenant.

Ömuleg staðsetning og ekki verkefni borgarinnar. Td. Betri staður í Lönguhlíð, Stakkahlíð eða á Hlíðatorgi.

Ég er sammála en til að þetta verði aðlaðandi þyrfti að kaupa allt húsið og endurskipuleggja garðinn, planið og aðkomuna. Planta borgartrjám, gróðri og hljóðmúr í bílastæðin fyrir framan og setja pall til að fela ógeðið sem Miklabraut er. Þetta væri þá orðið ansi dýrt verkefni. Hlíðarnar hinsvegar sárlega vantar einhverskonar næsheit svo það gæti verið þess virði. Gæti verið betri kostur að gera eitthvað á mannlegri stað eins og Hjalti nefnir í rökum á móti.

Ef (og vonandi þegar) hugmyndin um að setja Miklubrautina í stokk verður að veruleika, þá verður þetta verslunarhorn mjög aðlaðandi, þar sem það er miðsvæðis milli norður- og suður Hlíða og gæti tengst Klambratúni með viðkvæmri og hugmyndaríkri hönnun.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information