Hamla aðgengi á bílastæði við Fellaskóla

Hamla aðgengi á bílastæði við Fellaskóla

Hvað viltu láta gera? Mjög vinsælt er hjá "ökuþórum" að spæna upp malbikið við Fellaskóla, öllum tímum nætur. Bílastæðið snýr að stórri íbúðarblokk og veldur þetta mikili röskun á svefni fólks, sér í lagi börnum í blokkinni sem og víðar. Fyrirspurnum til skóla og íþróttsvæðis hefur ekki verið svarað. Hugmyndin snýr aðalega að því að á einhvern hátt, hvort það sé með hliði eða annari aðgangsstýringu, að hamla aðgengi að þessu bílastæði á næturnar. Annar kostur er að byggja fjölda eyja sem myndi takmarka svigrúm til að drifta og spóla á svæðinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Koma í veg fyrir frekari: -Hljóð- og umhverfismengun. -Truflanir á svefni íbúa, sér í lagi barna á svæðinu. -Hvetur unga ökumenn til háskaaksturs.

Points

Ábending til Skóla- og frístundasviðs og Fellaskóla Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Skóla- og frístundasviðs og Fellaskóla. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Bæði hljóð og svo raskar þetta svefn fólks

Bý á bak við felaskóla og þegar þeir byrja á þessu spóli þá er ekki svefnfriður

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information