Einstefna: Háteigsvegur neðan við Háteigskirkju

Einstefna: Háteigsvegur neðan við Háteigskirkju

Hvað viltu láta gera? Einstefnu götu á neðri hluta Háteigsvegar Hvers vegna viltu láta gera það? Gatan ber ekki umferð í báðar áttir og ítrekað gerst að strætó straui bíla þegar þeir eru að mætast

Points

Líklegt er að einstefna myndi auka umferðarhraða. Þó gatan sé þröng og óþægilegt geti verið að mæta bílum dregur það úr hraða. Ökuhraði er það sem helst veldur slysum og því hraðar sem bílum er ekið því mun alvarlegri verði slysin. Ekki er líklegt að einstefna fækki bifreiðum sem aka götuna. Þær aka bara allar í sömu átt og mun hraðar en nú er.

Þessi gata er mjög þröng

Er í öðru ferli Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er áþekk öðrum hugmyndum sem kosið verður um í verkefninu Hverfið mitt 2019 og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu t.d. hugmynd um að bæta umferðaröryggi á Háteigsvegi neðan Lönguhlíðar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information