Umferðaröryggi verði bætt á Háteigsvegi neðan Lönguhlíðar

Umferðaröryggi verði bætt á Háteigsvegi neðan Lönguhlíðar

Hvað viltu láta gera? Hópur skipaður fulltrúum íbúa á svæðinu verði settur á laggirnar. Tillaga um lausn verði tilbúin til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar síðar á árinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Eftir að Búsetaíbúðir á Einholts/Þverholtsreitnum bættust við götumyndina með tilheyrandi fjölgun íbúa hefur umferð á Háteigsvegi sem er strætógata stóraukist. Erfitt er að finna stæði og bílum er lagt ólöglega. Gatan er þröng og varla hægt að mæta bílum og 30 km hámarkshraði er ekki virtur. Tímaspursmál er hvenær verður slys þarna.

Points

Tek heilshugar undir þessa tillögu. Umferðin hefur farið úr böndunum hér hjá okkur við þennan hluta Háteigsvegar eftir tilkomu fjölbýlis Búseta. Ljóst er að eitthvað þarf að gera áður en til slyss kemur. Hugsa þarf "langt fram í götuna" þegar maður sér umferð nálgast hvar maður geti mæst og það er ekki hlaupið að því, þar sem lagt er í hvern krók og kima beggja vegna götunnar. Vandast málið enn frekar þegar maður þarf að mæta strætó, sem mér finnst óskiljanlegt að gangi enn hér um þennan hluta.

Reykjavíkurborg hefur gefið vilyrði fyrir byggingu 150 íbúða á Sjómannaskólareitnum og svo er annað eins á Kennaraskólareitnum. Umferðin á því eftir að aukast sem því nemur.

Taka þarf strætó úr umferð og fækka bílastæðum til dæmis fyrir framan búsetaíbúðir og á nokkrum stöðum á Háteigsvegi og bæta við hraðahindrun. Einnig þá blokka bílastæðin á götunni við Einholt og Þverholt og erfitt að sjá bíla sem koma niður veginn, um að gera að fækka bílastæðum. Einnig væri ég til í að sjá hraðahindrun á Einholtsveginum þar sem mér finnst oft mjög hratt keyrt í gegn. Sum hús á Háteigsvegi hafa bílastæði og þar ætti að fækka stæðum til að opna fyrir umferð en bæta við gangbrau

Það þarf klárlega að bæta öryggi á þessari götu, en ég myndi vilja fá sérfræðinga í samgöngumálum að borðinu til viðbótar við íbúa.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information