Infrarauð sauna í Grafarvogslaug

Infrarauð sauna í Grafarvogslaug

Hvað viltu láta gera? Ég vil fá Infrarauða Saunu í Grafarvogslaug. Verum fyrst allra sundlauga á landinu til að bjóða uppá infrarauða saunu sem viðbót í heilsueflingu Grafarvogs. Hvers vegna viltu láta gera það? Sviti er ein náttúrulegasta leið líkamans til að losa sig við eiturefni og er því mikilvægur þáttur í hvers konar afeitrunarferli. Þegar infrarauð sauna er borin saman við hefðbundna finnska saunu, er gert ráð fyrir að sú infrarauða hjálpi þér að losna við allt að sjö sinnum meira af eiturefnum úr líkamanum. Notkun á infrarauðu sauna leiðir til slökunar, því hún hjálpar til við að koma jafnvægi á kortisolmagn líkamans, sem er aðal streituhormón líkamans. Hitinn í saunaklefanum hjálpar þér líka að slaka á vöðvum og losa um spennu í öllum líkamanum. Ef þú þjáist af vöðva- eða liðverkjum, getur infrarautt sauna dregið úr slíkum bólgum bæði með því að afeitra svæðin og eins með því að auka blóðflæði og slaka á vöðvunum. Þar sem hitinn í infrarauðu sauna hækkar kjarnahita líkamans eykst jafnframt blóðflæðið. Stöðug notkun á infrarauðu sauna, einkum miðlungs-infrarauðu geislunum, getur aukið blóðflæðið, bætt vöðvameiðsl og losað um sársauka og bólgur eftir erfiðar æfingar. Infrarauðir saunageislar geta hjálpað þér að hreinsa húðina með því að losa um eiturefni í svitaholunum og auka blóðflæði, sem leiðir til hreinni, mýkri og heilbrigðari húðar. Hitinn sem myndast í infrarauða saunanu veldur því að kjarnahiti líkamans eykst, sem leiðir til aukins hjartsláttar - líkt og þegar líkamsrækt er stunduð. Þegar líkaminn þarf að leggja meira á sig til að lækka kjarnahitann eða til að hald í við aukinn hjartslátt, brennir hann fleiri kaloríum sem leiðir til þyngdartaps. Í grein sem birtist í Journal of the American Medical Association var komist að þeirri niðurstöðu að í 30 mínútna infrarauðum saunatíma brenndi líkaminn um 600 kalóríum.

Points

Verkjasjúklingar í hverfinu myndu njóta svo mikið góðs af því að hafa svona

Þetta vantar sárlega í eins stórt hverfi og Grafarvogur er, með um 20.000 íbúa. Eins og segir hér að neðan mun þetta hjálpa verkjasjúklingum að fá smá líkn í sinni baráttu og þeir eiga ekki að þurfa að leita út fyrir hverfið eftir því

Gott fyrir fólk með verki og gigt.

Frábær tillaga, svona klefi hefur mjög góð áhrif á heilsuna

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information