Fallegt torg/miðja í Spöng

Fallegt torg/miðja í Spöng

Hvað viltu láta gera? Breyta og bæta Spöngina. Hverfið þarf að fá einhverskonar miðju. Íbúar Grafarvogs sækja margt í Spöngina, þar er bókasafn, heilsugæsla, verslanir, ofl. Það vantar torg með bekkjum, leiktækjum fyrir börn, e.t.v. brettarampi og helst kaffihúsi/útikaffihúsi eða aðstöðu til að sitja úti og njóta veðurs og mannlífs. Það væri tilvalið að hafa líka lítið svið fyrir uppákomur. Hægt væri að færa eitthvað af bílastæðum (sem mest), helst setja þau í bílastæðahús t.d. undir Spönginni eða til hliðar. Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar tilfinnanlega torg fyrir bætt mannlíf og gleði, stað þar sem hægt er að staldra við og hitta aðra íbúa og setjast niður með kaffi/ís... og leyfa ungunum að bralla og sprell öruggum á meðan.

Points

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina ,,Fegra umhverfið í Spönginni'' sem er í kosningu. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information