Gangbraut yfir Flugvallarveg (austan Bústaðavegar)

Gangbraut yfir Flugvallarveg (austan Bústaðavegar)

Hvað viltu láta gera? Einstaklingar sem koma gangand/hjólandi niður göngustíg meðfram Bústaðavegi og eru á leið í Valsheimilið, eða ætla áfram í átt að miðbænum, þurfa að taka á sig krók til að komast yfir Flugvallarveg (austan Bústaðavegar), en enga göngubraut er að finna á þessum vegarkafla (ekki einu sinni á mótum Flugvallarvegar og Skógarhlíðar). Það er því freistandi fyrir unga jafnt og þá sem eldri eru að þvera götuna þar sem auðveldast er og styst að komast í undirgöngin undir Bústaðaveginn. Þetta getur verið stórhættulegt, ekki síst í ljósi þess að nú er rútubílastöð staðsett í Skógarhlíðinni og mikil umferð stórra bifreiða um þennan stutta vegkafla. Best færi á því að gönguljós væru á þessum stað! Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta eykur umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, en enga göngubraut er að finna á Flugvallarvegi austan Bústaðavegar. Þessa leið fara meðal annars ungir iðkendur á leið í Valsheimilið úr Hlíðunum.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information