Síðsumartónleikar í ÍR skíðabrekkunni - Styrktartónleikar

Síðsumartónleikar í ÍR skíðabrekkunni - Styrktartónleikar

Hvað viltu láta gera? Ég vil halda tónleika í skíðabrekkunni í Breiðholti síðustu helgina í júlí ár hvert og styrkja gott málefni í leiðini. Brekkan er tilvalin til verkefnisins. Hálsmen sem glóa í myrkri yrðu seld til styrktar málefnisins og aðrir skemmtilegir hlutir svo brekkan myndi glóa þegar hallar að kveldi. Ljósa og flugeldasýning yrði liður í dagskrá hátíðarinnar. Ég sé fyrir mér að þetta sem tveggja daga hátíð síðustu helgina í júlí með ýmsum dágskrárliðum og sprelli yfir daginn og svo tónleikar á kvöldin. Tónleikarnir gætu heitað "Vatnsenda festival" , "Breiðholts brekkusöngur", "Water and light festival" "Breiðholts festival" Hvers vegna viltu láta gera það? Góðar hugmyndir malla oft í langan tíma. Ég hef búið í Breiðholti síðan 1974 eða í 45 ár og er loksins að tilbúin að opinbera þessa snilldar hugmynd. Það er uppgangur í samfélaginu mikið að fólki sem vill láta gott af sér leiða. Þessi hátíð getur opnað möguleika á framlögum til framtíðar til góðra málefna. Ég myndi vilja og er með ósk að málefni, eða málaflokk til að styrkja á fyrstu hátíðinni í brekkunni góðu! Ég myndi gjarnan vilja styrkja Krabbameinsfélagið að uppbyggingu Heilsustúdíós, húsnæði, byggja eða kaupa fasteign (Rétt fyrir utan bæinn, Heiðmörk/Lækjabotnar) "Kærleiks og heilunarsetur" sem gæti tekið á móti einstaklingum sem glíma við sjúkdómin og eftirköst hans. Við þekkjum öll og höfum jafnvel misst einstaklinga sem hafa glímt við krabbamein. Útivist, hreyfing, mataræði og innhverf íhugun er lykillinn að bættri heilsu og góðum bata. Ég hef þá trú að Breiðholts festival muni færa þessum hópi gott "start" til uppbyggingar " Kærleiks og heilunarseturs" í Heiðmörkin/Lækjabotnasvæði - vatnsverndarsvæði okkar. Skíðabrekka ÍR og svæðið í kring er mikilvægt útivistarsvæði með frábæru útsýni, það er svo sannarlega komið að viðhaldi vega, bílastæða og aðgengi og innviðum fyrir útivist á þessu svæði. Það vantar: salerni, göngustíga, bekki, ruslafötur og fleira fyrir þetta fjölmenna frábæra hverfi.

Points

Frábær hugmynd!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information