Upphækkuð gangbraut yfir Sóltún

Upphækkuð gangbraut yfir Sóltún

Hvað viltu láta gera? Útbúa upphækkaða gangbraut yfir Sóltún fyrir framan Waldorfskólann Sólstafi. Eðlilegast er að staðsetja hana í beinu framhaldi af göngustíg sem liggur á milli Mánatúns 2-4-6 og Sóltúns 5-7-9. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að tryggja öryggi barna sem eiga leið úr íbúðum í Sóltúni og Mánatúni í Waldorfskólann Sólstafi. Vegurinn sveigir á þessum stað þannig skyggni er lélegt og börn eru í hættu ef þau eiga leið þarna yfir. Þetta gerir börnum úr Sóltúni og Mánatúni kleift að ganga í skólann í stað þess að þurfa að vera keyrð í skólann. Þar að auki myndi gangbrautin nýtast íbúum í Sóltúni og Mánatúni sem taka strætó við Suðurlandsbraut.

Points

Svo sammála! Þarna er stórt skólasvæði en lítið tillit tekið til barna sem ganga um hverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information