Styttur af Degi B og Hjálmari Sveins

Styttur af Degi B og Hjálmari Sveins

Hvað viltu láta gera? Ég vil fá styttur af Degi B. Eggertssyni og Hjálmari Sveinssyni á bekkina tvo sem eru við enda Grensásvegar við Bústaðaveg. Gott ef þeir væru glaðlegir. Hvers vegna viltu láta gera það? Dagur og Hjálmar eiga svolítið heiðurinn af lagfæringu Grensásvegar og þess vegna við hæfi að hafa styttur af þeim þarna á þessum bekkjum sem eru allt of lítið notaðir.

Points

Hvort sem fólk er með eða á móti þessari hugmynd tel ég hugmyndina frábæra. Lagfæringin á Grensásvegi er vissulega umdeild en þessar styttur væru algerlega til að fullkomna framkvæmdina. Án gríns 😂

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Styttur af mannfólki í almenningsrými eru að jafnaði valin að undangenginni samkeppni á meðal listamanna og eru þeim þá gefnar frjálsar hendur hvað varðar útfærslu hugmynda. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október -14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þrenging Grensásvegar var frábær framkvæmd sem hefur hægt á umferð götunnar og aukið öryggi íbúa, einkum skólabarna, sem búa í Bústaðahverfi og þvera götuna reglulega. Íbúar í hverfinu höfðu kallað eftir lægri umferðarhraða reglulega í gegnum árin. Bekkirnir voru hugmynd íbúa og kom sú hugmynd fram í hugmyndasamkeppni eins og þessari og hlaut kosningu.

Ég hef lúmskan grun um að hér er kaldhæðni á ferð, en staðreindin er sú að þetta var versta framkvæmd reykjavíkursögunnar, ég bý þarna fyrir neðan og keiri þarna um á hverjum degi, vegna þess að að og fráreinarnar voru teknar lendi ég yfirleitt á tveim eða þrem rauðum ljósum þarna auk þess að ég hef allann þennann tíma séð þrisvar eða fjórum sinnum enhvern hjóla þarna. ég væri til í að sjá þessa götu aftur lagaða í fyrra horf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information