Grænt svæði og bekkir

Grænt svæði og bekkir

Hvað viltu láta gera? Myndi vilja láta lagfæra eystra hornið sem er við Hrísateig og Sundlaugaveg. Þar væri hægt að gera grænt svæði við Sundlaugavegin alla leið og færa TAXA merkið þannig þeir hafi útskot af Sundlaugavegi fyrir 2 bíla. Á malarplaninu sem er þar er hægt að setja rólur og vegasalt og tvo bekki fyrir vegfarendur til að setjast á þegar þeir ganga í sund eða annað. Væri gaman ef Sundlaugavegurinn væri græn gata þar sem garðar eru orðnir gtónir og margir sem ganga þessa leið til og frá laugardalnum. Hvers vegna viltu láta gera það? Fegra umhverfið og setja setustað fyrir fólk sem labbar um Sundlaugavegin og kaupi sér fisk eða annað á þessum punkti. Flottur staður til að vera með smá-grænt-svæði í Reykjavík

Points

Svæðið er borginni til skammar og löngu tímabært að fegra þetta horn og ljúka frágangi. Taxastandar eru barn síns tíma, frá því áður en farsímar og tölvur komu í leigubílana, (má voru lagðar símalínur í læsta símaskápa) svo það mætti losa sig við það líka og gera svæðið vistvænna, öruggara og betra!

Mun koma í veg fyrir geymslu ýmissa bíla sem eru ekki í eigu íbúa í nærliggjandi götum. Draga úr drullu og skít sem berst á garðvegg og í garð hússins að Hrísateig 16 fyrir utan hversu snyrtilegt og fallegt svæðið yrði🤗

Geir Sundlaugavegin fallegri og bætir aðgengi fyrir þá sem ganga hann

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information