Hætta með varúð til hægri í Langarima

Hætta með varúð til hægri í Langarima

Hvað viltu láta gera? Breyta umferðarlögum þannig að Langirimi verði ekki með varúð til hægri Hvers vegna viltu láta gera það? Varúð til hægri er hættulegt því aðeins þeir sem búa í hverfinu virða þessa reglu. Umferð eykst til muna því flestir ökukennarar keyra þarna í gegn með ökunemendur sína ásamt stórum rútum og flutningabílum sem eru í ökutímum. Einnig gengur umferð hægar en venjulega því flestir gestir og þeir sem keyra í gegnum hverfið átta sig ekki á því að varúð til hægri sé í gildi og bíða þess vegna þegar þeir eiga réttinn, og öfugt þá keyra þeir áfram þegar þeir eiga ekki réttinn.

Points

Sem íbúi í Rimahverfi myndi ég lenda í miklum vandræðum með að komast inn á Langarima ef hægrireglan yrði lögð niður, því miður.

Held að það bjóði nú bara hættunni heim þar sem Rimahverfið er fullt af börnum. Hraðinn kemur klárlega til með að aukast ef þessi regla verði afnumin!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information