Vegg listaverk

Vegg listaverk

Hvað viltu láta gera? Ég og Karl Kristján sem hefur skreytt veggi fyrir Reykjavíkurborg langar að mála litlu svæðin í borginni. Við gætum farið af stað og fundið slík svæði eða verið í samstarfi við ykkur. Við tengjumst bæði Hlutverkasetri starfsendurhæfingu. Hvers vegna viltu láta gera það? Karl fékk nýverið úthlutað vegg og þegar ég sá hvað hann hafði gert, langar mig að vera með. Veggjakrot er hvimleitt og það væri frábært að geta gert eitthvað í því

Points

Það er einfalt fyrir okkur að taka að okkur að gera falleg málverk á veggi sem myndi veita gleði og ánægju að sjá og undirstrika fjölbreytileika Reykjavíkur. Við erum með ýmsa góða staði í huga og teljum að list ætti að vera aðgengileg fyrir borgarbúa. Við teljum að þetta sé ein af mörgum leiðum til að fegra hana fyrir listunnendur, sem eru margir. Þótt að alltaf sé persónulegt hvað fólk hefur gaman af þá er þetta alþýðulist og ber að fá að njóta sín betur. Endilega leyfið okkur að gera þetta.

⁰vegglistaverk eru falleg og góð leið til að koma í veg fyrir veggjakrot

Veggjalistaverk heilla og hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu. Mæli með Maríu og Karli.

Ein af skemmtilegustu listinni. Elska að ramba óvænt á falleg verk á veggjum og öðrum stöðum. Það hægir á hraðferðinni á manni og dregur mann í núvitundina. Endilega skreytið bæinn og nágreni sem mest. Sérstaklega mæli ég með að skreyta undirgöng undir vegi. Væri sérstaklega gaman fyrir unga jafnt sem aldna að gleyma sér í litríkum göngum í stað þess að hraða sér í gegnum þau vegna drunga og myrkurs. Sé ekkert annað en jákvætt við þetta

Ég hef fylgst með Maríu Sigríðar Gísladóttur þróa list sína frá barnsaldri og fram til dagsins í dag og alltaf hefur hún komið mér á óvart. Ég treysti henni í hvaða listsköpun sem er - stórt sem smátt. Svo er líka frábært að fylgjast með samstarfi hennar við aðra s.s. hugmyndum hennar og Karls Kristjáns Davíðssonar. Ég mæli heilshugar með þeim!

Kalli er einn besti götulistamaður landsins og einn af helstu frumkvöðlum í Hip-Hop menningu Reykjavíkur sem heild, allt frá byrjun. Ég fæ aldrei nóg af litríku og skemmtilegu verkunum hans!

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála, margir auðir bílskúrsveggir til sem mætti gera listaverk á. T.d. bílskúrveggir í Stóragerði.

Falleg vegglist vekur gleði og fegrar umhverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information