Bekkir fyrir framan Kjarvalsstaði

Bekkir fyrir framan Kjarvalsstaði

Hvað viltu láta gera? Ég vil gjarnan sjá bekki fyrir framan framhlið Kjarvalsstaða Hvers vegna viltu láta gera það? Þá er hægt að staldra við þeim megin við safnið líka, ekki bara bakatil. Núna er þarna stór stétt og mikið af bílastæðum en engir bekkir til að setjast niður og glæða þessa framhlið fólki (ekki bara bílum og steyptri stétt). Þetta safn er svo mikill gimsteinn fyrir hverfið!

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Leiðrétting, ég meina auðvitað hliðina sem snýr að garðinum (Klambaratúni) ekki framhliðina sem snýr að Flókagötu, þó mætti setja bekki þar líka.

Það vantar virkilega bekki fyrir framan Kjarvalstaði. Það voru 4 bekkir, 2 sitt hvoru megin í mörg ár, en þeir voru fjarlaægðir af einhverjum ástæðum sem engin skilur í. Þarna er skjól og sól á daginn og gott að setjast niður og horfa á mannlífið, eftir göngu um garðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information