Gönguljós yfir Kringlumýrarbraut

Gönguljós yfir Kringlumýrarbraut

Hvað viltu láta gera? Setja ætti gönguljós yfir Kringlumýrarbraut fyrir hjólandi og gangandi frá Álftamýri yfir í Hlíðahverfið. Möguleg staðsetning væri í beinu framhaldi af Starmýri þar sem göngu- og hjólastígurinn myndi tengjast inn á Bólstaðarhlíð þar sem vegfarendur gætu á framhaldi farið niður Háteigsveg niður í miðbæ eða fylgt Bólstaðarhlíðinni niður að Klambratúni og áfram niður í Vatnsmýrina. Hvers vegna viltu láta gera það? Tengingu fyrir gangandi og hjólandi milli Álftamýrarsvæðisins yfir í Hlíðarhverfið er verulega ábótavant þar sem einungis eru í boði mjög umferðarþung og flókin gatnamót og jöðrum svæðisins. Tenging með gönguljósum fyrir miðju þessa kafla Kringlumýrarbrautarinnar myndi bæta flæði milli hverfanna verulega og bjóða uppá skemmtilega göngu- og hjólaleið þar sem hægt væri að ferðast í gegnum hverfin í stað þess að þurfa fara út með jöðrum þeirra með tilheyrandi bílaumferð. Það er mikilvægt að halda tengingunnni í götuplani með gönguljósum í stað þess að fara þarna yfir eða undir með göngubrú eða undirgöngum. Það gefur þau mikilvægu skilaboð að gangandi og hjólandi njóti ákveðins forgangs í borgarumhverfinu og að umhverfið sé mótað á þeim forsendum. Langir rampar og tröppur hafa þar að auki letjandi áhrif á vegfarendur þar sem sjálf tengingin myndi lengjast og mikils hæðarmismunar sem myndi veikja möguleg tengsl milli hverfanna. Þess utan má ætla að gönguljós á þessum stað myndu hægja verulega á bílaumferð á þessum kafla Kringlumýrarbrautarinnar. Útfrá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru gönguljós við Hamrahlíð og Stakkahlíð og svo aukalega við Klambratún sem gæta þess að þeir sem aka um gatnamótin vita að ekki gengur að gefa í á þeim vegköflum. Hið öfuga á við á umræddum kafla samhliða Álftamýrinni. Þar gefst ökumönnun visst andrúm til að pústa og gefa í sem þeir iðulega nýta. Réttara væri að á þessu væri meira samræmi þar sem ökuhraðanum væri haldið markvissar niðri á Kringlumýrarbrautinni frá því að komið er að Kringlunni og í raun alveg niður að Sæbraut. Gönguljós á þessum vegkafla myndu halda niður hraðanum sem myndi bæta öryggi og hljóðvist. Sérstaklega mætti ætla að öryggi gangandi, hjólandi og akandi við gatnamót við Háaleitisbraut myndu batna. Útfærslu sem þessa þarf vissulega að skoða gaumgæfulega í umferðarlíkönum en miðað við gefna reynslu frá nálægum gönguljósum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut þar sem umferðarþungi er sambærilegur má gera sér vonir um að gönguljós sem þessi yrðu einungis til bóta.

Points

Algjörlega nauðsynlegt, þó vil ég heldur fá undirgöng eða brú. Ég geng og hjóla mikið um hverfið og yfir Miklubraust/Kringlumýrabraut og bílarnir þjóta yfir á gulu eða rauðu og grænni kallinn byrjaður að loga og marg oft næstum orðið slys. hef sent pósta á borgina og bara fengið svör að þetta sé í skoðun, s.s. lengja tíma á milli og ekkert gerist því miður. Svo eru líka margir mjög gjarnir á að hlaupa yfir á rauðu.

Ég var einhverntímann búinn að setja inn hugmynd um brú þarna yfir og fékk síðar tilkynningu um að hugmyndin væri farin áfram í skipulagsráð. Það er nóg pláss á þessum stað fyrir göngubrú og held ég að það væri betri kostur upp á umferðina

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information