Mjög oft þegar gatna eða byggingaframkvæmdir eru í gangi er ekkert gert ráð fyrir aðgengi í kringum framkvæmdirnar. Hvort sem það er gangandi fólk, fólk í hjólastól, fólk á hjóli eða fólk með kerru. Má sem dæmi nefna söguna endalausu á Suðurgötunni þar sem í 90% tilvika þarf að klofa yfir eitthvað tengt framkvæmdunum eða hörfa inn á umferðargötu án þess að þar sé búið að stúka af gangbraut. Það ættu fyrst og fremst alltaf að vera rampar þar sem er kantur og ganga vel frá því sem tengist framkvæmdunum svo sjónskertir og blindir hrasi ekki eða detti um það og þar að auki ætti að stúka af gangstéttar á akbraut þegar gangstéttum er lokað vegna framkvæmda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation