Almenningssamgöngur og stórar rútur

Almenningssamgöngur og stórar rútur

Hvað viltu láta gera? Koma upp ókeypis ferðum lítilla almenningsvagna með fáum sætum en meira gólfplássi (svipað og flugvallarbílar) sem keyra einfaldan hring á 5 mínútna fresti frá BSÍ að Snorrabraut upp Eiríksgötu og niður Njarðargötu mögulega Laufásveg og niður Skothúsveg að Sóleyjargötu og þaðan að BSÍ. Bílarnir verða líka sniðnir að þörfum ferðamanna með farangur. Bílarnir verða rafdrifnir eingöngu. Gerð verði sér útskot þar sem bílarnir stoppa - hugsanlega taka núverandi bílastæði í það Frá sama tíma verður bílum stærri ca. 10 manna alfarið bannað að fara um þetta svæði og þar með taldar Hop-On-Off rúturnar Hvers vegna viltu láta gera það? Margar ástæður en þessar helstar: - Minni mengun - Of stórir bílar að fara þarna um í dag - stærstu gerðir langferðabifreiða að skutla fólki - Almenningssamgöngur (rúturnar) svæðisins í dag eru ekki fyrir íbúa - einungis fyrir ferðamenn - Veruleg truflun á umferð allra annarra vegna stórra bíla að hleypa farþegum út og inn - Nýju bílarnir verða með miklu betra aðgengi til að fara úr og í þá - stoppa stutt - Veruleg slysahætta þegar allt of stórar rútur eru á of þröngum götum.

Points

Sniðugt fyrir bæði borgarbúa og ferðamenn. Þetta gæti auðveldað þeim sem eiga erfitt með að ganga frá stoppistöðvum strætó og inn í bæinn. Þetta mynda minnka bílamengun.

Almenningssamgöngur eru of takmarkaðar og dýrar. Minni bílar, sem fara tíðar og menga ekki væru mjög góð viðbót.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information