Þyrlupallur í Norðlingaholt

Þyrlupallur í Norðlingaholt

Hvað viltu láta gera? Ég vill láta byggja þyrlupall í Norðlingaholti. Það væri tilvalið að staðsetja hann milli árinnar og fótboltavallarins. Það getur verið þreytt fyrir fólk sem þarf að keyra í vinnu á álagstímum til og frá miðbæ og væri þá tilvalið, fyrir þá sem hafa tök á, að notast við þyrlu til að komast leiða sinna. Best væri svo til langs tíma litið ef hverfið væri með sína eigin þyrluþjónustu, en í fyrsta áfanga þyrftu íbúar að notast við eigin þyrlur eða fá lánaðar. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta sparar mikinn tíma fyrir þá sem þurfa að ferðast á álagstímum, eða þurfa að sækja börn og koma þeim í tómstundir í eftirmiðdaginn. Ef margir sameinast um notkun á þyrlunum, þá gæti þessi hugmynd einnig leitt til minni mengunnar til langs tíma litið. Síðast en ekki síst er þetta hálfgerður öryggis ventill, þar sem erfitt getur verið fyrir Norðlingahyltinga að komast á sjúkrahús á há-anna tímum, en sá tími myndi skerðast til muna við notkun þyrlna. Þessi tillaga gæti því bjargað mannslífum!! Þyrlurpallar taka töluvert minna pláss heldur en heilu flugvellirnir og hennta því vel fyrir innanbæjar snatt. Hávaðinn er minni af þyrlum og þær eiga einnig töluvert auðveldara með að finna góðan lendingarstað á áfangastað heldur en t.d. flugvélar, sem þurfa alstaðar langar sérútbúnar brautir til að lenda á. Með þyrlu-lífsstílnum, getur maður bara stokkið uppí þyrluna sína og skellt sér í sumarbústað hið snarasta og lennt bara á grasblettinum fyrir framan, tilbúinn í afslöppun helgarinnar á örfáum mínútum, laus við alla jarðbundna umferðahnúta.

Points

og hvað mun það kosta? Kannski getur þæu bara splæst í eitt stykki þyrlupall

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu þar sem þyrlum er þegar mögulegt í neyð að lenda í Norðlingaholti og ekki er þörf á sérstökum palli til þess. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information