Tímabundið einkastæði fyrir rafbíla

Tímabundið einkastæði fyrir rafbíla

Hvað viltu láta gera? Setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við íbúðir hjá íbúum sem þess óska. Stæðið væri opið öllum eða e.t.v. aðeins rafbílum á frá kl. 8-6 á daginn. Utan þess tíma væri stæðið einkastæði íbúa með því skilyrði að það sé notað fyrir rafbíl. Um þetta væri gerður samningur milli borgar. Íbúi myndi greiða stofngjald sem samsvaraði uppsetningu á hleðslustöð. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að gera íbúm sem eiga ekki sérstæði möguleika á að eiga rafbíl.

Points

Góð hugmynd sem vert er að skoða

Sem íbúi miðborgar hef ég ekki tækifæri á að vera á rafbíl þar sem ég er ekki með fast stæði og get ekki gengið að því vísu að hlaða bílinn yfir nótt. Ég tel þó að hafa stæðið opið öllum á daginn og svo einkastæði á kvöldin/nóttunni muni skapa rugling og leiðindi. Aðallega þar sem ég efast um að þetta væri virt, en sólarhrings einkastæðin í nærumhverfinu eru sjaldan virt. Ef íbúi greiðir fyrir hleðslustöðina finnst mér sanngjarnt að stæðin yrðu einkastæði, alla vega í einhvern tíma. Meiri hvati.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information