Endurnýja og færa til gangbraut við Bæjarbraut.

Endurnýja og færa til gangbraut við Bæjarbraut.

Hvað viltu láta gera? Hafa gangbraut í framhaldi af fyrri gangbraut sem er fyrir framan verslunarkjarna að Hraunbæ 102. Hvers vegna viltu láta gera það? Gangbraut verður aðgengilegri og umhverfi verður fallegra við endurnýjun. Eldri gangbraut er of mjó og ekki er hægt að mæta fólki nema annar aðili fari útá grasið og því er það oft drullusvað. Einnig er ekki hægt að ganga þar með barnavagn almennilega, jafnframt er kantsteinn brotinn.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin þín fjallar um framkvæmd sem þegar er áætluð í framkvæmd á næstu misserum og er í öðru ferli. Hún er því ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information