Líflegir almenningsbekkir

Líflegir almenningsbekkir

Hvað viltu láta gera? Almenningsbekkir á göngugötum, torgum og grænum svæðum mega vera skemmtilegri og meira skapandi. Hægt er að gera bekkina þannig að þeir geti nýst á fleiri vegu en bara að sitja á þeim, t.d. einskonar leikgrind fyrir krakka og lýsing á kvöldin einsog dæmin sýna á meðfylgjandi myndum. Hvers vegna viltu láta gera það? Lífgar upp á umhverfið sem einskonar skúlptúr. Skemmtun fyrir krakka á meðan foreldrar hvíla lúin bein. Fólk stoppar lengur við á almenningssvæði, meira líf á götunum.

Points

Það er mun betra og skynsamlegra að eyða milljónum í listaverk sem nýtast borgarbúum, sem hægt er að setjast á, klifra í, styðja sig við og nota, heldur en pálmatré sem verða lokuð inní hólk og nýtast borgarbúum ekki neitt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information