Tengja Elliðaárdal fallega við þjónustukjarna í Hraunbæ

Tengja Elliðaárdal fallega við þjónustukjarna í Hraunbæ

Hvað viltu láta gera? Tengja göngu- og hjólaleið frá Elliðaárdal framhjá Árbæjartorgi betur við þjónustukjarnann við Hraunbæ og endurskipuleggja opna svæðið við Skalla, Blásteinn o.fl. Þarna eru nú stórt bílastæði og 3 gangstéttir. Möguleiki væri að fjarlægja gangstéttina í miðjunni og færa bílastæðin vestar, en þá gæti myndast rými fyrir lítið torg. Þá myndi opnast möguleiki á að setja út stóla, bekki og borð á góðviðrisdögum þar sem við getum fengið okkur ís og spjallað við nágrannana. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að stuðla að mannlífi á góðviðrisdögum og fegra hverfið. Þetta er eitthvað sem við myndum öll njóta, ungir og gamlir, einnig fólk sem vinnur í iðnaðarhverfinu á Hálsunum.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information